SV 2022: Skráningar og verð
- Súlur Vertical
- Jan 13, 2022
- 1 min read
Skráning í Súlur Vertical 2022 hefst föstudaginn 14. janúar kl. 12 á hádegi í gegnum vefinn netskraning.is. Hægt er að finna viðburðinn á forsíðunni, en einnig verður settur hlekkur beint á skráningaformið hér á heimasíðuna og samfélagsmiðla um leið og skráning hefst.
Í boði eru þrjár vegalengdir: 18km, 28km, 55km ULTRA. Það margborgar sig að skrá sig sem fyrst, enda er hámark á fjölda þátttakenda og hluti þeirra sem skrá sig fá glæsilega skráningargjöf frá 66°Norður. Auk þess hækkar verðið þegar nær dregur hlaupi.
Verðskrá 2022:
55 KM
19.500 ISK (Verð til 15.07.2022 23:59)
24.900 ISK (Fullt verð)
28 KM 11.500 ISK (Verð til 15.07.2022 22:36) 16.900 ISK (Fullt verð)
18 KM 8.500 ISK (Verð til 15.07.2022 23:59)
12.900 ISK (Fullt verð)
Skráningargjöf
Þau sem skrá sig snemma fá að gjöf Straumnes peysu frá 66°Norður. Straumnes er afar þægileg hálfrennd peysa að andvirði 15.000 krónur.
Fyrstu 400 til að skrá sig í 18km, fyrstu 200 í 28km og fyrstu 150 í 55km fá Straumnes að gjöf en öðrum (sem skrá sig síðar) býðst að kaupa hana með skráningu á 5.000 krónur.
Hámarksfjöldi þátttakenda í Súlur Vertical 2022 er eftirfarandi:
18km: 600
28km: 300
55km: 300
