top of page
SulurVertical Logo-4.png
unnamed.png
SulurVertical_v2.jpg

​

Súlur Vertical 55 er 55 km fjallahlaup með 3.000 metra hækkun þar sem hlaupið er upp á bæjarfjöllin Súlur og Hlíðarfjall.

 

Leiðarlýsing

Hlaupið hefst í Kjarnaskógi, það er hlaupið þaðan upp á hamrana fyrir ofan Akureyri þar sem er frábært útsýni yfir bæinn og fjörðinn. Þaðan er hlaupið að Súlubílastæði og því næst haldið áfram stikaða gönguleið upp á fjallið Súlur.

 

Áfram að Syðri Súlum og suður eftir fjallgarðinum þar til beygt er til vesturs og niður í Glerárdal, upp á Lambáröxl og þaðan niður að skálanum Lamba.

​

Úr Lamba er hlaupin stikuð gönguleið að Súlubílastæði. Þaðan liggur leiðin yfir Glerárgil, upp hjólaleið í Hlíðarfjall. Þaðan er farið upp brattan Hlíðarhrygg sem er sunnan við skíðasvæðið. Hlaupið er norður eftir toppi Hlíðarfjalls að Harðarvörðu. Frá Harðarvörðu er akvegur hlaupinn niður að Strýtuskála og þaðan stysta leið niður í gönguskíðaskála. Frá gönguskíðaskálanum er farin hjólabraut/malarvegur niður á nýlegan stíg kenndan við Fallorku meðfram Glerá. Farið yfir Hlíðarbraut og haldið áfram meðfram Glerá að Háskólanum á Akureyri. 

 

Að lokum eru síðustu 2-3 kílómetrarnir hlaupnir meðfram götum bæjarins niður í miðbæ Akureyrar þar sem hlaupið endar. 

​

Rásmark

Í Kjarnaskógi rétt fyrir ofan Kjarnakot. Hér er linkur á Google maps.

 

Hlaupið hefst kl. 7:00

​

Boðið verður upp á rútuferðir fyrir keppendur frá Hofi í Kjarnaskóg á laugardagsmorgun.

Bílastæði eru á nokkrum stöðum í Kjarnaskógi, sjá kort.

​

​

​

​

​

​

​

​

​

 

​Skráning hefst 14. janúar 2022 og lýkur 26. júlí 2022

 

4 drykkjarstöðvar eru á leiðinni

  1. Súlubílastæði eftir 10 km 

  2. Lambi eftir 24 km 

  3. Súlubílastæði eftir 35 km  - Aðstoðarstöð - Tímamörk:  7:15 klst. frá ræsingu (út af drykkjarstöð). 

    • Drykkjarstöð nr. 3 er eftir 35 km á Súlubílastæði. Leyfilegt verður að fá aðstoð utanaðkomandi aðila (bara einn aðstoðarmaður). Þeir sem ekki eru með aðstoðarmann með sér geta skilið eftir tösku (dropbag) við afhendingu gagna. Þessari tösku verður komið fyrir á Súlubílastæði við drykkjarstöð.

  4. Gönguskíðaskáli eftir 47 km

  5. ​

Einnig eru margir lækir á leiðinni sem hægt er að drekka úr og/eða fylla á brúsa.

Aðstoð utanaðkomandi aðila verður ekki leyfð utan drykkjarstöðva.

​

Brautarvarsla 

Brautarvarsla verður við gatnamót innanbæjar á Akureyri en að öðru leyti er gert er ráð fyrir að keppendur kynni sér leiðina vel og leiðin verður vel merkt. Brautarvarsla frá Súlubílastæði til Lamba og frá Lamba aftur í Súlubílastæði og svo frá Súlubílastæði yfir Hlíðarfjall er takmörkuð en öryggisgæsla verður á Lambárhrygg og á Hlíðarfjalli. 

 

Við mælum eindregið með að hafa leiðina (GPX) í úri/síma/GPS tæki og verður leiðin send keppendum í tölvupósti.

​

Skyldubúnaður er eftirfarandi:

Brúsi/glas 0,5 l lágmark (ekki verða nein glös á drykkjarstöðvum)

Sími með næga hleðslu og neyðarnúmerið 112 vistað inn ásamt símanúmeri hlaupastjóra

Álteppi að lágmarksstærð 130x200 cm 

Flauta

Jakki

Teygjuband/teip (100x5 cm)

Buff/húfa og vettlingar

Orka sem samsvarar að lágmarki 600 kcal þegar lagt er af stað

​

Búnaður sem gæti orðið skyldubúnaður – fer eftir veðurspá og verður ákveðinn 2 dögum fyrir hlaup (cold weather kit):
 

Háir sokkar/kálfahlífar eða síðbuxur

Auka peysa

Vatnsheldir vettlingar

Vatnsheldur jakki 

​

Þátttakendur þurfa, á meðan hlaupinu stendur, að hafa skyldubúnað á sér og vera viðbúnir því að starfsmenn hlaupsins óski eftir því að sjá búnaðinn áður en keppni hefst, meðan á henni stendur og í endamarki. Ef skyldubúnað vantar er tímavíti (15 - 60 mínútum bætt við lokatíma viðkomandi sem fer eftir hve mikinn skyldubúnað vantar).

​

Stafir - leyfilegt er að hlaupa með stafi en reglan er sú að þá þarf að hlaupa með þá allt hlaupið  - þú byrjar með stafi - endar með stafi.

​

Sjúkrahjálp verður á Súlubílastæði, gönguskíðaskála í Hlíðarfjalli og í markinu.

​

Salerni eru við rásmark í Kjarnaskógi og einnig eru þau við Súlubílastæði, Lamba, gönguskíðaskála í Hlíðarfjalli og í miðbæ Akureyrar.

​

Verðlaun og keppnisflokkar

Keppt er í kvenna- og karlaflokki og veitt eru vegleg verðlaun frá 66°Norður fyrir þrjú efstu sætin í hvorum flokki. 

​

Tímatakmörk

Keppendur hafa 12 klst til að klára hlaupið. Þau tímamörk miða við að hlaupari með 400 ITRA stig eigi að geta klárað.

​

Í stuttu máli:

Ræsing: 30. júlí 2022 kl. 07:00

Rásmark: Kjarnaskógur, Akureyri

Endamark: Ráðhústorg, Akureyri

Vegalengd: 55 km 

Hækkun: 2.870m

Lækkun: 2.980m

ITRA punktar: 3

Tímamörk: 12 klst

Áætlaður tími fyrsta keppanda í mark: 12:25

​

​

​

​

​

Súlur - Elisabet Marg_Skapti Hallgrims.jpg
THTR3291.jpg
644A6314.jpg
644A6193.jpg
SV55

Date and time of start: 5.8.2023, TBD

Location of start: Kjarnaskógur, Akureyri, Iceland

Location of finish: Akureyri town center, Iceland

Distance: 54.9km (34.1miles)

Ascent: 2870m

Descent: 2980m

Refreshment points: 4

Time limit: 12:00

bottom of page