top of page
SulurVertical Logo-5.png
unnamed (1).png

​

​

Súlur Vertical 28 er 28.8 km fjallahlaup með 1400 metra hækkun þar sem hlaupið er upp á bæjarfjallið Súlur.

 

Nánari lýsing

Leiðin liggur úr Kjarnaskógi í Fálkafell og að Súlubílastæði, þaðan er hlaupin stikuð gönguleið upp á topp Ytri Súlna. Þar er snúningspunktur og sama leið hlaupin til baka að Súlubílastæði.

 

Þaðan liggur leiðin yfir Glerárgil og fylgt Fallorkustíg sem liggur meðfram Glerá niður að hringtorgi við Réttarhvamm. Þaðan eftir göngustíg meðfram Glerá að gatnamótum við Háskólann á Akureyri. Frá Háskólanum er hlaupinn göngustígur meðfram Borgarbraut og beygt af honum að Klettaborg. Klettaborg er fylgt að Byggðavegi og síðan beygt inn Sjafnarstíg framhjá Oddfellow. Frá Oddfellow er hlaupið yfir gangbraut, framhjá lögreglustöðinni og þaðan niður Brekkugötu alveg niður á Ráðhústorg.

​

​

Skyldubúnaður verður tilkynntur þegar nær dregur. 

​​

 

​Þátttakendur þurfa, á meðan hlaupinu stendur, að hafa skyldubúnað á sér og vera viðbúnir því að starfsmenn hlaupsins óski eftir því að sjá öryggisbúnaðinn áður en keppni hefst, meðan á henni stendur og í endamarki. Ef þátttakandi uppfyllir ekki þessi skilyrði er refsing að bætt sé við 15 - 60 mínútum við lokatíma viðkomandi (fer eftir hve mikinn skyldubúnað vantar).

Leyfilegt er að hlaupa með stafi en reglan er sú að þá þarf að hlaupa með þá allt hlaupið  - þú byrjar með stafi - endar með stafi.

​

Aðstoð frá utanaðkomandi aðila verður ekki leyfð utan drykkjarstöðva.

​

​

​

​

​

​

​

​

THTR3560.jpg
644A7516.jpg
bib_2021_28.png
bottom of page