Súlur Vertical 28 er 28.8 km fjallahlaup með 1400 metra hækkun þar sem hlaupið er upp á bæjarfjallið Súlur.

 

Nánari lýsing

Leiðin liggur úr Kjarnaskógi í Fálkafell og að Súlubílastæði, þaðan er hlaupin stikuð gönguleið upp á topp Ytri Súlna. Þar er súningspunktur og sama leið hlaupin til baka að Súlubílastæði.

 

Þaðan liggur leiðin yfir Glerárgil og fylgt Fallorkustíg sem liggur meðfram Glerá niður að hringtorgi við Réttarhvamm. Þaðan eftir göngustíg meðfram Glerá að gatnamótum við Háskólann á Akureyri. Frá Háskólanum er hlaupinn göngustígur meðfram Borgarbraut og beygt af honum að Klettaborg. Klettaborg er fylgt að Byggðavegi og síðan beygt inn Sjafnarstíg framhjá Oddfellow. Frá Oddfellow er hlaupið yfir gangbraut, framhjá lögreglustöðinni og þaðan niður Brekkugötu alveg niður á Ráðhústorg. 

 

Nánari upplýsingar á heimasíðu ITRA

Hámarksfjöldi þáttakenda er 275 samtals í öll hlaupin.

Skráning hefst: 20. mars 2020

Skráingu lýkur: 29. júlí 2020

Skráningargjald

6.900 kr. 

Ræsing: 1.ágúst 2020 kl.11:00

Rásmark: Kjarnaskógur, Akureyri

Endamark: Ráðhústorg, Akureyri

Vegalengd: 28.8km 

Hækkun: 1.310m

Lækkun: 1.440m

ITRA punktar: 2

Tímamörk: 06:00

© 2020 Súlur Vertical

  • Instagram
  • Facebook
vendor_itra_2019.png
logo_en.png